Auðkenni00004
HeitiÓlafshús
Mynd
MyndatextiAðalgata 15, Ólafshús. Myndin líklega tekin 1921. Fol 1128.
GötuheitiAðalgata
Götunúmer15
Póstnúmer550
StaðurSauðárkrókur
Eldri staðsetning 
Byggingarár1897
HönnuðurÓþekktur
SmiðurLíklega Ólafur Jónsson
Stærð í fermetrum194.3 m² (50.8 m² viðbygging suður af húsinu)
Fastanúmer213-1130
ByggingarefniTimbur og járn
ÁgripHúsið var reist árið 1897 af Ólafi Jónssyni söðlasmið frá Dæli og er húsið kennt við hann. Hann bjó þar ásamt konu sinni Ingveldi Jónsdóttur, en hún dó árið 1902. Ólafur bjó áfram í húsinu þar til hann lést árið l933.
Í húsinu var fyrsta lyfjaverslunin á Sauðárkróki og var það K.M. Lindgreen sem starfrækti hana. Hann opnaði seinna lyfjaverslun í viðbyggingu við Aðalgötu 19 sem byggð var árið 1923. Um það bil tveimur áratugum seinna  var Sparisjóður Sauðárkróks til húsa í byggingunni og húsið um tíma kallað Sparisjóðurinn. Á þeim tíma var byggð viðbótarbygging við húsið í norður og er sú bygging inngangur hússins í dag. Áður var minni inngangur inn í húsið á norðurhlið hússins en vestar en núverandi inngangur. Þá var einnig útibú Búnaðarbankans í húsinu uns það var flutt á Faxatorg árið 1967.
Frímúrarastúkan Mælifell var í húsinu  frá 1968 til 1982.
Veitingarekstur hófst í húsinu í byrjun 9. áratugar 20. aldar og opnaði Sælkerahúsið árið 1982 og var í húsinu fram til ársins 1988. Veitingareksturinn var kryddaður með ýmsum listrænum uppákomum, svo sem ljóðakvöldum, djasskvöldum og myndlistarsýningum.
Á þessum tíma var byggður glerskáli suður af húsinu en á mynd í Feyki frá árinu 1982 má sjá skálann í byggingu.
Á 10. áratugnum voru fleiri veitingastaðir í húsinu, Dalakofinn (1990-1992), Pálmalundur (1992-1994) og pizzastaður sem nefndur var Pollinn var starfræktur í húsinu árin 1995-1997.
Ólafur Jónsson frá Hellulandi, nafni þess sem byggði húsið, opnaði svo veitingastað í húsinu á hundrað ára afmæli þess árið 1997 og nefndi Ólafshús eins og húsið hét upprunalega og er það enn í dag starfrækt sem slíkt og undir því nafni. Þegar Ólafur Jónsson tók við rekstri þess, þá lét hann byggja við húsið í suður þar sem áður var glerskáli og var það Ólafur Þorbergsson smiður sem byggði þá byggingu árið 1997. Byggingin (eða skálinn) er 50.8 m² að stærð.
Í dag er Ólafshús rekið af Kristínu Magnúsdóttur og Sigurpáli Aðalsteinssyni.

Búið var síðast í húsinu árið 1993.

Afbrigði af dansk-íslenskri gerð - kvist- eða portgerð.
Heimildir
Héraðsfréttablaðið Feykir.

HSk. O-17 AL/1 Gjörðabók Byggingarnefndar Sauðárkróks 1918-1947.

HSk. Sóknarmannatöl og íbúaskrár.

HSk. Virðingabók fyrir Sauðárkróks 1928-1946.

Kristmundur Bjarnason, Saga Sauðárkróks, fyrri hluti fram til ársins 1907. Sauðárkrókskaupstaður, 1969, bls. 194-195.

Morgunblaðið.
SkrásetjariGísli Þór Ólafsson
Dagsetning skráningar2014/09/30
WGS84 N65,751088
WGS84 W-19,651222