Auðkenni00008
HeitiVilla Nova
Mynd
MyndatextiMynd líklega tekin á tímabilinu 1903 til 1912.
GötuheitiAðalgata
Götunúmer23
Póstnúmer550
StaðurSauðárkrókur
Eldri staðsetning 
Byggingarár1903
HönnuðurÓþekktur
SmiðurÓþekktur
Stærð í fermetrum496.4 m² (samkomustaður 97.4, einbýlishús 399.0)
Fastanúmer213-1155
ByggingarefniTimbur og járn
ÁgripHúsið var flutt inn árið 1903, tilhöggvið frá Noregi og reist við rústir Poppshúss sem brann árið 1902. Það hús stóð lítið eitt norðar og austar. Christian Popp lét byggja Villa Nova, en hann hafði tekið við verslun og húsum föðurs síns, Ludvig Popp er Ludvig lést árið 1893.

Christian seldi Carli Höepfner húsið árið 1912. Carl rak Höepfnersverslun á Sauðárkróki. Er sú starfsemi hætti árið 1928 keypti Kristján Þ. Blöndal húsið og bjó þar ásamt konu sinni, Álfheiði Guðjónsdóttur. Þau áttu einn son, Valgard Blöndal. Hann eignaðist húsið og hafði hótel þar, póstafgreiðslu og bókabúð. Valgard og fjölskylda bjuggu þar fram til ársins 1956. Ári áður keypti Ingibjörg Jónsdóttir húsið, en hún og maður hennar, Pétur Helgason ráku á þeim tíma Hótel Tindastól. Þau fluttu reksturinn í Villa Nova árið 1957. Þau bjuggu í húsinu fram til ársins 1971 ásamt syni sínum Erling Erni og ráku hótel í því.

Árið 1972 keyptu Haukur Hafstað og Ragnar Arnalds húsið og skömmu síðar var stofnað hlutafélagið Villa Nova hf. sem vann að því markmiði að halda húsinu við og varðveita það. Núverandi eigandi hússins er Alþýðubandalag Sauðárkróks.

Húsið er óbreytt frá upphafi utan við vetrarstofu við suðurgafl þess. Hún var rifin árið 1995 og byggð á ný í upprunalegu útliti árið 2002.

Norsk-íslensk gerð, dæmigerður Sveiserstíll.

Utan hótelreksturs, póstafgreiðslu og bóksölu, þá hefur verið söngskóli í húsinu, kosningaskrifstofa og gallerí í kjallaranum. Í dag hefur Minjavörður Norðurlands vestra aðsetur í húsinu. Auk þess eru íbúðir í því.
Heimildir
Dagblaðið Vísir, 13. mars 2000, bls. 7.

Dagur, 1. október 1993, bls. 7.

HSk. Sóknarmannatöl.

Hörður Ágústsson, Íslensk byggingararfleifð I. Reykjavík, Húsafriðunarnefnd ríkisins, 1998, bls. 167.

Skagfirskar æviskrár 1910-1950 VIII, þáttur um Pétur Helgason og Ingibjörgu Jónsdóttur. Sauðárkrókur, Sögufélag Skagfirðinga, 2013, bls. 181.
SkrásetjariGísli Þór Ólafsson
Dagsetning skráningar2014/09/30
WGS84 N65,752921
WGS84 W-19,651949